73. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 21. maí 2021 kl. 13:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 13:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:10
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 13:25
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:00

Olga Margrét Cilia vék af fundi kl. 13:55. Andrés Ingi Jónsson kom á fundinn kl. 15:05 fyrir Olgu Margréti.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 72. fundar var samþykkt.

2) 710. mál - almenn hegningarlög Kl. 13:00
Nefndin fékk á sinn fund Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Ölmu Ýri Ingólfsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands og Árna Múla Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið.

3) 716. mál - grunnskólar og framhaldsskólar Kl. 13:30
Nefndin fékk á sinn fund Steinunni Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

Þá fékk nefndin á sinn fund Lindu Hrönn Þórisdóttur frá Barnaheillum sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Önnu Láru Steindal frá Landssamtökunum Þroskahjálp sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

Nefndin fékk jafnframt á sinn fund Valgerði Rún Benediktsdóttur og Svandísi Ingimundardóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið.

Auk þess fékk nefndin á sinn fund Steinunni Birna Magnúsdóttur og Vigdísi Sigurðardóttur frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið.

Að lokum fékk nefndin á sinn fund Sigurveigu Þórhallsdóttur frá umboðsmanni barna sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

4) 718. mál - meðferð sakamála Kl. 14:30
Nefndin fékk á sinn fund Maríu Sjöfn Árnadóttur sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

5) 646. mál - hjúskaparlög Kl. 15:10
Dagskrárlið frestað.

6) 718. mál - meðferð sakamála Kl. 15:10
Nefndin fékk á sinn fund Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti og Sigurð Tómas Magnússon formann réttarfarsnefndar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið.

7) Önnur mál Kl. 13:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:55